Fótbolti

Leikmaður Rúmeníu fluttur á sjúkrahús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ciprian Marica í baráttu við Karim Benzema, leikmann Frakka, í gær.
Ciprian Marica í baráttu við Karim Benzema, leikmann Frakka, í gær. Nordic Photos / AFP

Ciprian Marica var í dag fluttur á sjúkrahús í Sviss eftir að hann hlaut höfuðáverka á æfingu rúmenska landsliðsins.

Marica lenti í samstuði við liðsfélaga sinn, Marius Niculae, og staðfesti talsmaður liðsins að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús. Nú væri ekkert að gera nema að bíða og sjá.

Marica kom inn á sem varamaður er Rúmenar gerðu markalaust jafntefli viðo Frakka í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Ítalíu á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×