Grétar Rafn: Frábær samstaða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2008 21:07 Grétar Rafn Steinsson í baráttunni í kvöld. „Það eru erfiðir tímar og þetta bitnar líka á okkur sem og fjölskyldum okkar. Mér fannst því leikmenn sýna frábæra samstöðu inn á vellinum í kvöld," sagði Grétar Rafn Steinsson eftir 1-0 sigur Íslands á Makedóníu í kvöld. Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en gestirnir frá Makedóníu sóttu stíft í þeim síðari og komust oft nálægt því að jafna metin. „Það þarf alltaf heppni í fótbolta. Bæði lið fengu færi í kvöld og við nýttum okkar. Hefðum við til að mynda nýtt færið sem við fengum í Hollandi þegar staðan var 1-0 hefði sá leikur getað þróast öðruvísi." Hættulegasta færi Makedóníu fékk Goran Pandev þegar hann náði að leika á Gunnleif Gunnleifsson markvörð og skjóta að auðu marki. Indriði Sigurðsson náði hins vegar að koma sér fyrir boltann. „Indriði gerir það sem hann á að gera í þessari stöðu. Hann eltir manninn, fer alla leið og lætur svo skjóta í sig. Þetta er hans vinna." Grétar sagði að sigurinn í kvöld hafi verið sigur liðsheildarinnar og að liðið hafi staðið sig vel í leiknum. „Við gerðum nákvæmlega það sem við þurftum að gera. Við skoruðum snemma og héldum það svo út. Þeir leikmenn sem komu inn í leikinn stóðu sig mjög vel og þetta var sigur liðsheildarinnar." „Við náðum að sýna flestar okkar bestu hliðar í fyrri hálfleik en í þeim síðari settu þeir meiri pressu á okkur þannig að við þurftum að sparka boltanum mikið frá okkur. Við vorum ekki með Heiðar (Helguson) frammi í kvöld sem er góður í að halda boltanum og unnum því sjaldan seinni boltann. Þetta varð því erfitt og þó að það hafi ekki litið vel út þurftum við að fara aftar á völlinn. Oftar en ekki er það bara lausnin." „Við erum þó með líkamlega sterka leikmenn í vörninni og duglega leikmenn á miðjunni. Það er ekki auðvelt að fara í gegnum okkur og við vitum það. Stundum þurfum við að beita þessu ráði og það gekk upp í kvöld." Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar og þetta bitnar líka á okkur sem og fjölskyldum okkar. Mér fannst því leikmenn sýna frábæra samstöðu inn á vellinum í kvöld," sagði Grétar Rafn Steinsson eftir 1-0 sigur Íslands á Makedóníu í kvöld. Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en gestirnir frá Makedóníu sóttu stíft í þeim síðari og komust oft nálægt því að jafna metin. „Það þarf alltaf heppni í fótbolta. Bæði lið fengu færi í kvöld og við nýttum okkar. Hefðum við til að mynda nýtt færið sem við fengum í Hollandi þegar staðan var 1-0 hefði sá leikur getað þróast öðruvísi." Hættulegasta færi Makedóníu fékk Goran Pandev þegar hann náði að leika á Gunnleif Gunnleifsson markvörð og skjóta að auðu marki. Indriði Sigurðsson náði hins vegar að koma sér fyrir boltann. „Indriði gerir það sem hann á að gera í þessari stöðu. Hann eltir manninn, fer alla leið og lætur svo skjóta í sig. Þetta er hans vinna." Grétar sagði að sigurinn í kvöld hafi verið sigur liðsheildarinnar og að liðið hafi staðið sig vel í leiknum. „Við gerðum nákvæmlega það sem við þurftum að gera. Við skoruðum snemma og héldum það svo út. Þeir leikmenn sem komu inn í leikinn stóðu sig mjög vel og þetta var sigur liðsheildarinnar." „Við náðum að sýna flestar okkar bestu hliðar í fyrri hálfleik en í þeim síðari settu þeir meiri pressu á okkur þannig að við þurftum að sparka boltanum mikið frá okkur. Við vorum ekki með Heiðar (Helguson) frammi í kvöld sem er góður í að halda boltanum og unnum því sjaldan seinni boltann. Þetta varð því erfitt og þó að það hafi ekki litið vel út þurftum við að fara aftar á völlinn. Oftar en ekki er það bara lausnin." „Við erum þó með líkamlega sterka leikmenn í vörninni og duglega leikmenn á miðjunni. Það er ekki auðvelt að fara í gegnum okkur og við vitum það. Stundum þurfum við að beita þessu ráði og það gekk upp í kvöld."
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira