Verstu hárgreiðslur enska boltans Elvar Geir Magnússon skrifar 8. september 2008 17:30 Ivan Campo er í níunda sæti. Það hafa margir kostulegir kappar komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni sem vakið hafa athygli fyrir ýmislegt annað en fótboltakunnáttu. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir verstu hárgreiðslur sem sést hafa í deildinni og má sjá listann hér að neðan. 10. Barry VenisonÍ upphafi ensku úrvalsdeildarinnar var glamúrinn ekki eins mikill og hann er í dag og stíllinn var ekki í aðahlutverki. Venison, miðjumaður Newcastle og Southampton, vakti þó mikla athygli fyrir eina svakalegustu mullet-hárgreiðslu sem sést hefur á knattspyrnuvellinum. 9. Ivan CampoÞegar Ivan Campo fór frá Real Madrid til Bolton bjuggust margir við því að hann myndi losa sig við spænsku krullurnar. Það gerði hann hinsvegar ekki og voru Campo-hárkollur mjög vinsælar í verslun Bolton við Reebok stadium. 8. David SeamanMargir vildu meina að Seaman minnti frekar á klámmyndaleikara en fótboltamann eftir að hann fékk sér pony-taglið. Versta stund greiðslunnar var klárlega þegar taglið sveiflaðist með Seaman þegar honum tókst ekki að verja aukaspyrnu Ronaldinho á HM 2002. England féll úr leik á því marki. 7. Taribo WestWest bauð upp á margar útfærslur og liti í hárgreiðslu sinni og á myndinni má sjá eitt dæmi af mörgum. Því miður fyrir West þá vakti hárgreiðslan meiri athygli í enska boltanum en frammistaða hans á vellinum. Vísir er reyndar ekki sammála áliti The Sun og telur að hárgreiðsla West sé ein af þeim bestu í enska boltanum. 6. Djibril Cisse Cisse fær allavega plús fyrir það að honum var alveg sama um álit annarra á síbreytilegri hárgreiðslu sinni. Hann bauð upp á nýja greiðslu í nánast hverri viku hjá Liverpool og vonandi heldur hann uppteknum hætti hjá Sunderland. 5. Joe Cole Á tímum sínum hjá West Ham lék Cole æfingaleik gegn Southend með þessa hrikalegu greiðslu. Hann krúnurakaði sig að mestu en skildi eftir hár sem hann litaði rautt og þetta var afraksturinn. Hann bar þessa greiðslu ekki lengi og er það skiljanlegt.4. David JamesJames hefur átt margar furðulegar greiðslur í gegnum árin en á endanum var þessi valin á listann. James hvarf aftur til 1950 þegar hann skellti sér á þessa greiðslu. Sumir vilja meina að hann hafi viljað líkjast Ofurmenninu milli stanganna. 3. Javier Margas Framlag Margas í búningi West Ham væri löngu gleymt ef ekki væri fyrir hárgreiðslur hans. Hann gerði tilraun til að vinna stuðningsmenn West Ham á sitt band með því að lita hárið í litum félagsins. Því miður eigum við ekki mynd af þeirri greiðslu en á myndinni má sjá hann með aðra í leik með landsliði Chile.2. Abel Xavier Xavier var ekki lítið áberandi á knattspyrnuvellinum. Þökk sé aflýstu hári og skeggi hans sem hann bar stoltur. Hann hefur haldið sig við þessa greiðslu allan sinn feril og lokað eyrunum þegar tískuráðgjafar hafa tjáð sig. 1. Jason Lee Hárgreiðsla Lee var kannski ekki sú versta. Hann fær þó toppsætið þar sem greiðslan varð frægari en hann sjálfur. „Hann er með ananas á hausnum," var meðal hrópa sem hann fékk frá stúkunni. Ekki er vitað hvort það hafi verið köll áhorfenda eða eitthvað annað sem orsakaði það að leikmaðurinn stóð aldrei undir væntingum. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Það hafa margir kostulegir kappar komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni sem vakið hafa athygli fyrir ýmislegt annað en fótboltakunnáttu. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir verstu hárgreiðslur sem sést hafa í deildinni og má sjá listann hér að neðan. 10. Barry VenisonÍ upphafi ensku úrvalsdeildarinnar var glamúrinn ekki eins mikill og hann er í dag og stíllinn var ekki í aðahlutverki. Venison, miðjumaður Newcastle og Southampton, vakti þó mikla athygli fyrir eina svakalegustu mullet-hárgreiðslu sem sést hefur á knattspyrnuvellinum. 9. Ivan CampoÞegar Ivan Campo fór frá Real Madrid til Bolton bjuggust margir við því að hann myndi losa sig við spænsku krullurnar. Það gerði hann hinsvegar ekki og voru Campo-hárkollur mjög vinsælar í verslun Bolton við Reebok stadium. 8. David SeamanMargir vildu meina að Seaman minnti frekar á klámmyndaleikara en fótboltamann eftir að hann fékk sér pony-taglið. Versta stund greiðslunnar var klárlega þegar taglið sveiflaðist með Seaman þegar honum tókst ekki að verja aukaspyrnu Ronaldinho á HM 2002. England féll úr leik á því marki. 7. Taribo WestWest bauð upp á margar útfærslur og liti í hárgreiðslu sinni og á myndinni má sjá eitt dæmi af mörgum. Því miður fyrir West þá vakti hárgreiðslan meiri athygli í enska boltanum en frammistaða hans á vellinum. Vísir er reyndar ekki sammála áliti The Sun og telur að hárgreiðsla West sé ein af þeim bestu í enska boltanum. 6. Djibril Cisse Cisse fær allavega plús fyrir það að honum var alveg sama um álit annarra á síbreytilegri hárgreiðslu sinni. Hann bauð upp á nýja greiðslu í nánast hverri viku hjá Liverpool og vonandi heldur hann uppteknum hætti hjá Sunderland. 5. Joe Cole Á tímum sínum hjá West Ham lék Cole æfingaleik gegn Southend með þessa hrikalegu greiðslu. Hann krúnurakaði sig að mestu en skildi eftir hár sem hann litaði rautt og þetta var afraksturinn. Hann bar þessa greiðslu ekki lengi og er það skiljanlegt.4. David JamesJames hefur átt margar furðulegar greiðslur í gegnum árin en á endanum var þessi valin á listann. James hvarf aftur til 1950 þegar hann skellti sér á þessa greiðslu. Sumir vilja meina að hann hafi viljað líkjast Ofurmenninu milli stanganna. 3. Javier Margas Framlag Margas í búningi West Ham væri löngu gleymt ef ekki væri fyrir hárgreiðslur hans. Hann gerði tilraun til að vinna stuðningsmenn West Ham á sitt band með því að lita hárið í litum félagsins. Því miður eigum við ekki mynd af þeirri greiðslu en á myndinni má sjá hann með aðra í leik með landsliði Chile.2. Abel Xavier Xavier var ekki lítið áberandi á knattspyrnuvellinum. Þökk sé aflýstu hári og skeggi hans sem hann bar stoltur. Hann hefur haldið sig við þessa greiðslu allan sinn feril og lokað eyrunum þegar tískuráðgjafar hafa tjáð sig. 1. Jason Lee Hárgreiðsla Lee var kannski ekki sú versta. Hann fær þó toppsætið þar sem greiðslan varð frægari en hann sjálfur. „Hann er með ananas á hausnum," var meðal hrópa sem hann fékk frá stúkunni. Ekki er vitað hvort það hafi verið köll áhorfenda eða eitthvað annað sem orsakaði það að leikmaðurinn stóð aldrei undir væntingum.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira