Innlent

Hollenski smyglarinn áfram í gæsluvarðhaldi

Hollenskur karlmaður á áttræðisaldri var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að fíkniefnasmygli en tollverðir fundu tæp 200 kíló af fíkniefnum um borð í húsbíl hans þegar hann kom til landsins með ferjunni Norrænu 10. júní síðastliðinn.

Skömmu síðar var athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um aðild að málinu og er hann enn í haldi.

Hollendingurinn þarf að sæta gæsluvarðhaldi í sex vikur til viðbótar í það minnsta eða til 9. október.






Tengdar fréttir

Annar í gæsluvarðhald vegna stóra hassmálsins

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um tengsl hans við stóra hassmálið í Norrænu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Björn fagnar góðum árangri tollgæslunnar á Seyðisfirði

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir fíkniefnafundinn í Norrænu dæmi um gott og árangursríkt starf tollgæslu og lögreglu hér á landi. Samstarf við erlendar löggæslustofnanir er einnig mikilvægur þáttur í góðum árangri undanfarið. Maðurinn sem flutti efnin vakti athygli tollvarða þar sem hann hafði hlotið komist í kast við lögin í Evrópu.

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í stóra hassmálinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú fyrir hádegi fara fram á það að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh og Hollendingur, sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Þorsteinn Kragh í áframhaldandi þriggja vikna varðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á þá kröfu lögreglunnar að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh, sem grunaður er ásamt Hollendingi um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, yrði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Það er til þriggja vikna.

Dópið fannst eftir játningu Hollendings

Dópið í húsbíl Hollendingsins, sem var handtekinn í Norrænu í síðustu viku, fannst eftir að maðurinn vísaði á það. Fram að því hafði tollgæslan leitað án árangurs klukkutímum saman og nánast gefið leitina upp á bátinn.

Þorsteinn Kragh í gæsluvarðhaldi vegna stóra hassmálsins

Umboðsmaðurinn og tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við smygl á 190 kílóum af hassi sem fundust í húsbíl um borð í Norrænu á Seyðisfirði þann 10.júní. Þorsteinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag.

Dópið falið í fölsku lofti

Hluti dópsins sem Hollendingur reyndi að smygla til landsins með Norrænu var falið í fölsku lofti í húsbílnum. Þetta kemur fram í Austurglugganum í dag.

Handtekinn Hollendingur þekktur smyglari

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn , sem handtekinn var í tengslum við smygl á tæplega 200 kílóum af hassi í Norrænu í gær, sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi.

Götuvirði hassins á bilinu 315 - 420 milljónir króna

Götuvirði hassins sem reynt var að smygla til landsins í húsbíl með Norrænu í gær er á bilinu 315 til 420 milljónir króna ef tekið er mið af upplýsingum sem finna má á heimasíðu SÁÁ.

Báðir hinna grunuðu í stóra hassmálinu áfram í varðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað bæði tónleikahaldarann Þorsteinn Kragh og hollenskan öldung í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu.

Hass, kókaín og marijúana í húsbílnum

Lögreglan sýndi í dag fíkniefnin sem hald var lagt í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom með Norrænu í fyrradag. Alls reyndist um að ræða 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.

Fimmtungur ársneyslunnar náðist í Norrænu

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að útreikningar SÁÁ geri ráð fyrir því að hassneysla á íslandi sé að lágmarki eitt tonn á ári. Það þýðir að hassið sem gert var upptækt í Norænu í dag sé nærri því einn fimmti af ársneyslu á efninu hér á landi.

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×