Innlent

Annar í gæsluvarðhald vegna stóra hassmálsins

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um tengsl hans við stóra hassmálið í Norrænu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir einnig að fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi að undanförnu rannsakað málið en upp komst um smyglið þegar hollenskur öldungur á húsbíl var stöðvaður við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu. Í bílnum reyndust 190 kíló af hassi, 1,5 kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni. Öldungurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp í byrjun júní.

Lögreglan handtók svo í fyrradag karlmann á fimmtugsaldri í þágu rannsóknar málsins. Maðurinn var samdægurs úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Rannsókn málsins heldur áfram en frekari upplýsingar af gangi hennar verða ekki veittar að sinni.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×