Innlent

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í stóra hassmálinu

Þorsteinn Kragh.
Þorsteinn Kragh.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú fyrir hádegi fara fram á það að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh og Hollendingur, sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Lögreglan lagði hald á um 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl Hollendingsins sem kom til landsins með Norrænu 10. júní. Hollendingurinn hefur frá þeim tíma setið í gæsluvarðahaldi.

Þorsteinn var hins vegar handtekinn í byrjun júlí í tengslum við rannsókn málsins og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsókn málsins enn í fullum gangi og að farið yrði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×