Innlent

Dópið falið í fölsku lofti

Dópið sem Hollendingurinn reyndi að smygla til Íslands.
Dópið sem Hollendingurinn reyndi að smygla til Íslands.

Hluti dópsins sem Hollendingur reyndi að smygla til landsins með Norrænu var falið í fölsku lofti í húsbílnum. Þetta kemur fram í Austurglugganum í dag.

Austurglugginn hefur þetta eftir heimildarmanni í fíkniefnaheiminum en heimildar Vísis benda einnig til þess að þetta sé rétt. Vandað falskt loft var smíðað í húsbílinn auk þess sem sérsmíðaðir felustaðir voru hannaðir í innréttingu bílsins.

Hörður Jóhannesson, sem sér um samskipti við fjölmiðla vegna málsins, hefur ekki viljað staðfesta að dópið hafi fundist í lofti bílsins.

Hollendingurinn var eftirlýstur á Schengen svæðinu. Samtals reyndi hann að smygla tæpum 200 kílóum af hassi til landsins auk kókaíns og maríújana. Fíkniefnasalinn sem Austurglugginn ræðir við segir handtöku Hollendingsins ekki hafa áhrif á skipulagðan fíkniefnaheim Íslands.

"Eftir stendur slatti af hassi og eitt sjötugt burðardýr og að þeir hafa hvorki náð íslenskum eiturlyfjasölum né neinum úr mafíunni. Skipulagið er ólaskað," hefur Austurglugginn eftir heimildarmanni sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×