Reykjavík! í sandpappír 15. október 2008 07:00 Reykjavík! gantast í blómabeði. mynd/julia staples Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tvö síðustu böndin gefa nú út nýjar plötur sem verða til sölu í fyrsta sinn á tónleikunum. Ungstirnin í Retro Stefson eru að gefa út fyrstu plötuna sína sem heitir Montaña. Önnur plata Reykjavik!, The Blood, kemur ekki út fyrr en í nóvember, en í kringum Airwaves verða gerð alveg spes 200 eintök. „Við pökkuðum þessu inn í gærkvöldi," segir Baldvin Esra hjá Kima. „Það voru keyptir fimmtíu metrar af sandpappír og svo hjálpuðust allir við að pakka þessu saman." Baldvin segir kreppuna krefjandi viðfangsefni. „Maður finnur bara leiðir fram hjá henni og gerir hlutina öðruvísi. Það er enn þá ódýrara að pressa diska úti - vonar maður allavega - en svo púsla menn saman umslögum eða láta búa til innanlands. Það er svo vonandi að fólk fari að kaupa plötur til að gefa í jólagjöf frekar en bíla eða eitthvað." Einnig verður opið fyrir almenning í æfingahúsnæði Reykjavík!, Borko og fleiri banda yfir hátíðina á milli kl. 13 og 18. Æfingahúsnæðið er á Smiðjustíg, við hliðina á Grand rokki. - drg Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tvö síðustu böndin gefa nú út nýjar plötur sem verða til sölu í fyrsta sinn á tónleikunum. Ungstirnin í Retro Stefson eru að gefa út fyrstu plötuna sína sem heitir Montaña. Önnur plata Reykjavik!, The Blood, kemur ekki út fyrr en í nóvember, en í kringum Airwaves verða gerð alveg spes 200 eintök. „Við pökkuðum þessu inn í gærkvöldi," segir Baldvin Esra hjá Kima. „Það voru keyptir fimmtíu metrar af sandpappír og svo hjálpuðust allir við að pakka þessu saman." Baldvin segir kreppuna krefjandi viðfangsefni. „Maður finnur bara leiðir fram hjá henni og gerir hlutina öðruvísi. Það er enn þá ódýrara að pressa diska úti - vonar maður allavega - en svo púsla menn saman umslögum eða láta búa til innanlands. Það er svo vonandi að fólk fari að kaupa plötur til að gefa í jólagjöf frekar en bíla eða eitthvað." Einnig verður opið fyrir almenning í æfingahúsnæði Reykjavík!, Borko og fleiri banda yfir hátíðina á milli kl. 13 og 18. Æfingahúsnæðið er á Smiðjustíg, við hliðina á Grand rokki. - drg
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira