Mega ekki upplýsa um dvalarstað barnaníðings 4. febrúar 2008 17:43 Ágúst Magnússon Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, losnaði af Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst fékk svokallað reynslulausn en þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Samkvæmt heimildum Vísis eru það félagsþjónustan í Reykjavík í samráði við fangelsismálastofnun sem eiga að útvega Ágústi húsnæði en hvorug þessara stofnana mega tjá sig um mál Ágústar. Árið 2004 var Ágúst dæmdur fyrir að níðast á sex drengjum og hóf í kjölfarið afplánun á Litla Hrauni. Hann fékk reynslulausn í janúar á síðasta ári á áfangaheimilinu Vernd. Meðan hann var þar gekk hann í gildru fréttaskýringarþáttarins Kompás. Í gegnum internetið hugðist hann hitta þrettán ára stelpu í íbúð í Vesturbæ. Þar biðu hans hinsvegar forsvarsmenn Kompás. Í kjölfarið tók Vernd þá ákvörðun að vista ekki kynferðisafbrotamenn. Ágúst fær því ekki þar inn nú en samkvæmt upplýsingum Vísis er það nú á könnu Fangelsismálastofnunar og Félagasþjónustunnar í Reykjavík að aðstoða hann um húsnæði. Ágúst þarf að sæta vissum skilyrðum á reynslu sinni en eins og Vísir hefur áður greint frá þarf hann að tilkynna sig reglulega og má ekki fara á staði þar sem börn stunda tómstundir. Í ljósi þess að Ágúst er laus af Litla Hrauni hafa þónokkrir haft samband við Vísi og vilja vita hvar hann sé niðurkominn. Við eftirgrennslan í því máli hefur lítið áorkast. Hvorki fangelsismálastofnun né félagsþjónustan í Reykjavík vilja gefa nokkuð upp í tengslum við Ágúst Magnússon, þar sem þeim er óheimilt að tjá sig nokkuð um mál ákveðinna einstaklinga. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem fer með mál félagsþjónustunnar, eru ekki neinar sérstakar íbúðir til fyrir fanga. Hinsvegar er reynt að koma til móts við einstaklinga sem þessa með t.d húsaleigubótum fyrir íbúðir á almennum leigumarkaði. Ef þú hefur einhverja hugmynd um hvar Ágúst Magnússon býr, sendu þá póst á netfangið ritstjorn@visir.is. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, losnaði af Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst fékk svokallað reynslulausn en þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Samkvæmt heimildum Vísis eru það félagsþjónustan í Reykjavík í samráði við fangelsismálastofnun sem eiga að útvega Ágústi húsnæði en hvorug þessara stofnana mega tjá sig um mál Ágústar. Árið 2004 var Ágúst dæmdur fyrir að níðast á sex drengjum og hóf í kjölfarið afplánun á Litla Hrauni. Hann fékk reynslulausn í janúar á síðasta ári á áfangaheimilinu Vernd. Meðan hann var þar gekk hann í gildru fréttaskýringarþáttarins Kompás. Í gegnum internetið hugðist hann hitta þrettán ára stelpu í íbúð í Vesturbæ. Þar biðu hans hinsvegar forsvarsmenn Kompás. Í kjölfarið tók Vernd þá ákvörðun að vista ekki kynferðisafbrotamenn. Ágúst fær því ekki þar inn nú en samkvæmt upplýsingum Vísis er það nú á könnu Fangelsismálastofnunar og Félagasþjónustunnar í Reykjavík að aðstoða hann um húsnæði. Ágúst þarf að sæta vissum skilyrðum á reynslu sinni en eins og Vísir hefur áður greint frá þarf hann að tilkynna sig reglulega og má ekki fara á staði þar sem börn stunda tómstundir. Í ljósi þess að Ágúst er laus af Litla Hrauni hafa þónokkrir haft samband við Vísi og vilja vita hvar hann sé niðurkominn. Við eftirgrennslan í því máli hefur lítið áorkast. Hvorki fangelsismálastofnun né félagsþjónustan í Reykjavík vilja gefa nokkuð upp í tengslum við Ágúst Magnússon, þar sem þeim er óheimilt að tjá sig nokkuð um mál ákveðinna einstaklinga. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem fer með mál félagsþjónustunnar, eru ekki neinar sérstakar íbúðir til fyrir fanga. Hinsvegar er reynt að koma til móts við einstaklinga sem þessa með t.d húsaleigubótum fyrir íbúðir á almennum leigumarkaði. Ef þú hefur einhverja hugmynd um hvar Ágúst Magnússon býr, sendu þá póst á netfangið ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira