Jólatónleikar þrátt fyrir áföll 28. október 2008 05:00 Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöll í fyrra sem heppnuðust einstaklega vel. „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira