Enski boltinn

Endurkomu Agger seinkar

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Daniel Agger hjá Liverpool hefur þurft að fresta endurkomu sinni enn og aftur eftir að meiðsli hans tóku sig upp á ný. Agger ristarbrotnaði í september og hefur aðeins spilað fimm leiki með Liverpool í deildinni.

"Við fengum þau slæmu tíðindi að Agger meiddist aftur. Hann var að verða klár í að spila með varaliðinu en eftir æfingu í gær fann hann til svo við þurfum að byrja upp á nýtt. Það er ómögulegt að segja til um hvenær hann verður klár í slaginn. Hann mun þurfa að fá álit nokkurra lækna fyrst," sagði Rafa Benitez í samtali við sjónvarpsstöð Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×