Enski boltinn

Wenger reyndi að kaupa Beckham

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur viðurkennt að hafa reynt að kaupa David Beckham til Arsenal árið 2004 og segir litlu hafa munað að Beckham sneri aftur til Englands.

Beckham gekk til liðs við Real Madrid árið 2003 en náði sér ekki á strik á fyrstu leiktíð sinni með spænska liðinu. Wenger setti sig í samband við fulltrúa Beckham þegar hann sá að illa gekk og vildi fá hann aftur í úrvalsdeildina.

"David var næstum kominn til Arsenal fyrir nokkrum árum þegar honum gekk illa að fóta sig hjá Real," sagði Wenger í samtali við Daily Express. "Ég fór meira að segja og hitti fulltrúa hans á þeim tíma, en að lokum ákvað David að vera áfram á Spáni," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×