Enski boltinn

Keegan útilokar ekki Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum Newcastle stjórinn Kevin Keegan segist ekki útiloka að taka til starfa á ný hjá félaginu eftir að hver kandídatinn á fætur öðrum hefur útilokað sig frá því að taka við af Sam Allardyce.

"Ég vil ekki útiloka mig frá einu eða neinu," sagði Keegan í samtali við Sky í morgun. "Ég elska Newcastle og það er það eina sem ég vil segja. Ég hef starfað þarna áður," sagði Keegan.

Keegan gerðist knattspyrnustjóri Newcastle í febrúar árið 1992 þegar liðið var í gömlu annari deildinni og náði að koma því í hóp þeirra bestu. Undir hans stjórn náði liðið 12 stiga forystu á toppnum leiktíðina 1995-96, en glutraði því niður og gaf eftir á lokasprettinum. Keegan hætti hjá Newcastle árið 1997 og hefur ekki starfað sem knattspyrnustjóri síðan hann hætti hjá Manchester City fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×