Fótbolti

Hleb tæpur fyrir Englandsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aleksander Hleb meiddist í leik með Barcelona fyrir tæpum mánuði.
Aleksander Hleb meiddist í leik með Barcelona fyrir tæpum mánuði. Nordic Photos / AFP
Alexander Hleb, landsliðsfyrirliði Hvíta-Rússlands, er tæpur fyrir landsleikinn gegn Englendingum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Leikurinn fer fram í Minsk.

Bernd Stange, landsliðsþjálfari, ætlar að bíða fram á síðustu stundu með að taka ákvörðun um hvort að hann ætli að tefla fram Hleb.

Hleb hefur átt við meiðsli í ökkla að stríða og hefur verið sendur aftur til síns félags, Barcelona, til að fá meðferð vegna meiðslanna.

Hann kemur svo aftur til Stuttgart um helgina þar sem liðið mun undirbúa sig fyrir leikinn gegn Englandi.

England mætir Kasakstan um helgina en Hvít-Rússar eiga þá frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×