HAM stækkar punginn 15. maí 2008 00:01 Það er sjaldan lognmolla þegar HAM er á sviðinu. Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí. Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Högni hjálpar fólki að slaka á Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí.
Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Högni hjálpar fólki að slaka á Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira