Indí-fólk hefur lítið sjálfsálit 9. september 2008 06:00 Curt Cobain, fyrrum forsprakki Nirvana var mikill indí-aðdáandi þegar hann var uppi. Aðdáendur indí-tónlistar hafa lítið sjálfsálit og eru stefnulausir í lífinu en líta samt á sjálfa sig sem skapandi einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Heriott Watt-háskólanum í Edinborg og tónlistarsíðunni Peopleintomusic.com. Í könnuninni, sem um 36 þúsund manns svöruðu, var spurt um persónuleika þátttakenda og tónlistar-áhuga þeirra. Aðdáendur rapptónlistar hafa mikið sjálfsálit og eru ákaflega opnir einstaklingar en rokkarar eru skapandi og hafa nægt sjálfsálit, auk þess að vera duglegir og sáttir við sjálfa sig. Blúsáhugamenn eru opnir, með sjálfsálitið í lagi og aðdáendur reggítónlistar eru skapandi, opnir, ljúfir og örlátir en frekar latir. Fólk sem hlustar á danstónlist er opið en óvingjarnlegt og hugsar of mikið um eigið skinn. Í könnuninni komu fram töluverð líkindi með þungarokkurum og aðdáendum sígildrar tónlistar. Báðar manngerðirnar hafa frekar mikið sjálfsálit en eru að sama skapi frekar lokaðar. „Fyrir utan aldursmuninn eru þeir eiginlega sama manneskjan," sagði prófessorinn Adrian North. „Margir þungarokksaðdáendur hafa gaman af Wagner vegna þess að tónlist hans er stór í sniðum og hávær. Einnig er mikið um leikhúsáhrif bæði í þungarokki og sígildri tónlist og mig grunar að aðdáendurnir leitist við að heyra þau áhrif í tónlistinni." Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Aðdáendur indí-tónlistar hafa lítið sjálfsálit og eru stefnulausir í lífinu en líta samt á sjálfa sig sem skapandi einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Heriott Watt-háskólanum í Edinborg og tónlistarsíðunni Peopleintomusic.com. Í könnuninni, sem um 36 þúsund manns svöruðu, var spurt um persónuleika þátttakenda og tónlistar-áhuga þeirra. Aðdáendur rapptónlistar hafa mikið sjálfsálit og eru ákaflega opnir einstaklingar en rokkarar eru skapandi og hafa nægt sjálfsálit, auk þess að vera duglegir og sáttir við sjálfa sig. Blúsáhugamenn eru opnir, með sjálfsálitið í lagi og aðdáendur reggítónlistar eru skapandi, opnir, ljúfir og örlátir en frekar latir. Fólk sem hlustar á danstónlist er opið en óvingjarnlegt og hugsar of mikið um eigið skinn. Í könnuninni komu fram töluverð líkindi með þungarokkurum og aðdáendum sígildrar tónlistar. Báðar manngerðirnar hafa frekar mikið sjálfsálit en eru að sama skapi frekar lokaðar. „Fyrir utan aldursmuninn eru þeir eiginlega sama manneskjan," sagði prófessorinn Adrian North. „Margir þungarokksaðdáendur hafa gaman af Wagner vegna þess að tónlist hans er stór í sniðum og hávær. Einnig er mikið um leikhúsáhrif bæði í þungarokki og sígildri tónlist og mig grunar að aðdáendurnir leitist við að heyra þau áhrif í tónlistinni."
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira