Velta upp ábyrgð fjölmiðla í sorgarsögu Britney Spears 3. febrúar 2008 19:50 Fjölmiðlafárið í kringum Britney spears fer út fyrir öll eðlileg mörk eins og þegar hún var flutt á sjúkrahús til geðrannsóknar skömmu eftir áramót. MYND/AFP Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er og hver hlutur ágengra fjölmiðla er. Á meðan líf Spears er nánast í frjálsu falli hafa fjölmiðlar sýnt litla miskunn. Þeir skýra frá hverju atvikinu á fætur öðru þar sem söngkonan ræðst að ljósmyndurum, þeir greina frá hversu mikið hún hefur lést eða þyngst eða hversdagslegum ferðum hennar utan heimilis. Breskur ljósmyndari hefur sagt upp störfum hjá ljósmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í myndum af fræga fólkinu. Það gerði hann vegna þess að hann var svo áhyggjufullur yfir því að papparassarnir myndu að lokum ganga að henni dauðri. Nick Stern segir að ekki sé óvanalegt að 20 til 30 bílar elti stjörnuna og það sé orðin viðtekin venja að bílar keyri á yfir 100 kílómetra hraða á vitlausum vegarhelmingi. "Ég var skelfingu lostinn yfir því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er svo ágengt. Það eru slagsmál, árekstrar og skorið á hjólbarða. Ég varð að segja eitthvað," sagði hann breska blaðinu Guardian. Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford segir þó að þörf Britney fyrir athygli fjölmiðla sé eins og þörf alkahólistans fyrir drykk. "Fjölmiðlar spiluðu stórt hlutverk til að gera hana að stjörnu og þeir eru í hringiðu þess þegar stjarnan fellur." Til eru þeir sem segja að Britney geti sjálfri sér um kennt, að hungur hennar í að vera í fjölmiðlum myndi alltaf koma aftan að henni. En Linda Papadopoulos sagði Sky fréttastofunni að Britney væri fórnarlamb en ekki sjálfsdýrkandi. "Sá sem elst upp undir nálarauga fjölmiðla hefur enga valkosti. Hann heldur að fjölmiðlar séu mikilvægasti hluti lífs síns. Hann kemur fram við fjölmiðla eins og persónu sem þarf að elska eða hata og á jafnvel í opinberum deilum við þá," sagði hún. Menning Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er og hver hlutur ágengra fjölmiðla er. Á meðan líf Spears er nánast í frjálsu falli hafa fjölmiðlar sýnt litla miskunn. Þeir skýra frá hverju atvikinu á fætur öðru þar sem söngkonan ræðst að ljósmyndurum, þeir greina frá hversu mikið hún hefur lést eða þyngst eða hversdagslegum ferðum hennar utan heimilis. Breskur ljósmyndari hefur sagt upp störfum hjá ljósmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í myndum af fræga fólkinu. Það gerði hann vegna þess að hann var svo áhyggjufullur yfir því að papparassarnir myndu að lokum ganga að henni dauðri. Nick Stern segir að ekki sé óvanalegt að 20 til 30 bílar elti stjörnuna og það sé orðin viðtekin venja að bílar keyri á yfir 100 kílómetra hraða á vitlausum vegarhelmingi. "Ég var skelfingu lostinn yfir því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er svo ágengt. Það eru slagsmál, árekstrar og skorið á hjólbarða. Ég varð að segja eitthvað," sagði hann breska blaðinu Guardian. Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford segir þó að þörf Britney fyrir athygli fjölmiðla sé eins og þörf alkahólistans fyrir drykk. "Fjölmiðlar spiluðu stórt hlutverk til að gera hana að stjörnu og þeir eru í hringiðu þess þegar stjarnan fellur." Til eru þeir sem segja að Britney geti sjálfri sér um kennt, að hungur hennar í að vera í fjölmiðlum myndi alltaf koma aftan að henni. En Linda Papadopoulos sagði Sky fréttastofunni að Britney væri fórnarlamb en ekki sjálfsdýrkandi. "Sá sem elst upp undir nálarauga fjölmiðla hefur enga valkosti. Hann heldur að fjölmiðlar séu mikilvægasti hluti lífs síns. Hann kemur fram við fjölmiðla eins og persónu sem þarf að elska eða hata og á jafnvel í opinberum deilum við þá," sagði hún.
Menning Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira