Fótbolti

Bilic framlengir við Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bilic er hér annar frá hægri með þeim Leo Beenhakker, þjálfara Póllands, Joachim Löw, þjálfara Þýskalands og Josef Hickersberger, þjálfara Austurríkis en þessi lið eru saman í riðli á EM í sumar.
Bilic er hér annar frá hægri með þeim Leo Beenhakker, þjálfara Póllands, Joachim Löw, þjálfara Þýskalands og Josef Hickersberger, þjálfara Austurríkis en þessi lið eru saman í riðli á EM í sumar. Nordic Photos / AFP

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, mun framlengja samning sinn við króatíska knattspyrnusambandið eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá sambandinu.

Framkvæmdarstjóri sambandsins segir að það vilji halda áfram samstarfi sínu við Bilic og aðstoðarmenn hans og nýr tveggja ára samningur verði undirritaður á föstudaginn.

Þetta þýðir að hann mun stýra króatíska landsliðinu fram yfir HM 2010. Samkvæmt heimildum króatískra fjölmiðla munu laun hans tvöfaldast en hann mun fá 1.162 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Bilic, sem er 39 ára, sagði fyrir stuttu að hann hefði hafnað frábæru tilboði um að taka við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Hamburger SV. Nokkur ensk félög, til að mynda Fulham, hafa einnig verið á eftir honum sem og Paris Saint Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×