Fótbolti

Rooney með tvö í sigri Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey og Wayne Rooney fagna marki sem sá fyrrnefndi lagði upp fyrir þann síðarnefnda.
Emile Heskey og Wayne Rooney fagna marki sem sá fyrrnefndi lagði upp fyrir þann síðarnefnda. Nordic Photos / AFP
England er komið í ansi góða stöðu í sínum riðli í undankeppni HM 2010 eftir 3-1 sigur á Hvít-Rússum á útivelli í kvöld.

Wayne Rooney skoraði tvívegis í leiknum eftir að Steven Gerrard hafði komið þeim ensku yfir strax í upphafi leiksins.

Úrslitin þýða að England er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og með fimm stiga forystu á Króatíu, sem einnig hefur spilað fjóra leiki, og Úkraínu sem hefur aðeins leikið þrjá.

Staðan í hálfleik var 1-1 en Sitko hafði jafnað metin fyrir heimamenn á 28. mínútu. Rooney skoraði svo tvö mörk í síðari hálfleik.

Gerrard skoraði sitt mark með glæsilegu langskoti en fyrr mark Rooney kom eftir fyrirgjöf frá Emile Heskey og það síðara eftir undirbúning Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×