Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Elvar Geir Magnússon skrifar

Viðburðarrík helgi í enska boltanum er að baki. Liverpool vann grannaslaginn, United vann Bolton og Arsenal tapaði óvænt fyrir nýliðum Hull.

Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjunum og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan má rifja upp helgina í máli og myndum.

Það hvorki gengur né rekur hjá Juande Ramos og lærisveinum hans í Tottenham. Liðið vermir botnsætið en um helgina tapaði það fyrir Portsmouth.
Jermain Defoe og Peter Crouch skoruðu mörk Portsmouth í 2-0 sigri á Tottenham. Ekki er hægt að segja annað en að Portsmouth hafi náð að rétta vel úr kútnum eftir úrslit síðustu helgar.
Óvæntustu úrslit helgarinnar voru í leik Arsenal og Hull. Nýliðar Hull hafa komið mjög á óvart í upphafi leiktíðar og unnu þeir 2-1 sigur. Geovanni, sem hér er í baráttu við Theo Walcott, skoraði draumamark í leiknum.
Baráttan var hörð í leik Aston Villa og Sunderland. Eftir að hafa lent undir náði Aston Villa að snúa leiknum sér í vil og vinna 2-1.
Stórleikur helgarinnar var grannaslagur Everton og Liverpool. Rauði herinn reyndist mun sterkari en sá blái.
Fernando Torres, hinn magnaði sóknarmaður Liverpool, skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Hér sést hann koma Liverpool yfir.
Lucas Neill lyftir Matthew Etherington sem skoraði síðara mark West Ham í góðum 2-1 sigri á Fulham.
Manchester United vann 2-0 sigur á Bolton. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en það var klárlega rangur dómur hjá dómara leiksins. Hér sést Cristiano Ronaldo liggja í teignum.
Síðara mark United var sérlega glæsilegt en það kom eftir samvinnu þessara tveggja snillinga. Cristiano Ronaldo lagði upp mark fyrir Wayne Rooney.
Svart og hvítt. Fabrice Muamba og Wayne Rooney skiptast á treyjum eftir leikinn.
Bráðabirgðastjórinn Joe Kinnear fékk ekkert stig fyrir Newcastle sem tapaði 1-2 fyrir Blackburn. Vandræðum Newcastle virðist ekki ætla að linna.
Það gengur vel hjá Chelsea sem vann 2-0 sigur á Stoke.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×