Enski boltinn

Shearer eða Redknapp?

Er Harry á leið norður?
Er Harry á leið norður? NordicPhotos/GettyImages

Alan Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle ef til hans verður formlega leitað. Þetta hefur Sky fréttastofan eftir heimildamönnum sínum sem þekkja til fyrrum fyrirliða liðsins.

Shearer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á starfinu, en nú virðist vera komið annað hljóð í kútinn.

Sky heldur því jafnframt fram að enn sé ekki útséð með það að forráðamenn Newcastle leiti til Harry Redknapp hjá Portsmouth, en hann vill ekkert tjá sig um málið og það hefur ýtt rækilega undir orðróm um að hann sé hugsanlega til í að taka starfið að sér.

Redknapp hefur áður sagt að hann sé ánægður á suðurströndinni, en hann aflýsti reglubundnum blaðamannafundi sínum fyrir leiki helgarinnar í kvöld. Sagt er að Harry sé á milli steins og sleggju, því Newcastle sé tilbúið að bjóða honum ansi væna summu fyrir að flytja norður og taka við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×