Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne er enn á ný kominn í fréttirnar vegna baráttu sinnar við alkohólisma.
Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær og í dag að Gazza hefði verið í annarlegu ástandi fyrir utan vínveitingahús í Gateshead klukkan 9 í gærmorgun.
Hann reyndi árangurslaust að banka á dyr og glugga í þeirri von um að verða hleypt inn og var svo örvæntingarfullur að hann reyndi að opna dyrnar með lyklum sem hann var með í vasanum.
Gazza er búinn að vera á heimaslóðum í mánuð eftir að hafa verið á ferðalagi um Evrópu að undanförnu.
Breskir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús í Portúgal í sumar eftir sjálfsvígstilraun.