Erlent

Skammast sín fyrir kynferðisbrotamál tengd kirkjunni

Benedikt XVI páfi.
Benedikt XVI páfi.

Benedikt XVI páfi segist skammast sín fyrir það að prestar kaþólsku kirkjunnar hafi gerst sekir um kynferðislega misnotkun.

Við upphaf fyrstu heimsóknar sinnar til Washinton DC hét páfinn því að koma í veg fyrir að barnaníðingar gætu orðið prestar. Á umliðnum árum hefur kaþóska kirkjan greitt 150 milljarða króna til að ná sáttum í kynferðisbrotamálum.

George Bush Bandaríkjaforseti tók á móti páfanum á Andrews herflugvellinum í dag. Benedikt XVI mun koma víða við í heimsókn sinni til Bandaríkjanna og meðal annars heimsækja höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×