Erlent

Blóðugur morgunn í Írak

MYND/AP

Tugir manna hafa fallið í sprengjuárásum í Írak í morgun. Fjörutíu hið minnsta létust og 70 eru særðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Bakúba í morgun.

Sprengjan spakk fyrir fram skrifstofur héraðsstjórnar í borginni en Bakúba er í Diyala-héraði þar sem hersveitir hafa barist við uppreisnarmenn al-Qaida á síðustu mánuðum. Þá eru þrettán sagðir látnir og 14 særðir í borginni Ramadi eftir að sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn fyrir utan veitingahús í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×