Stærsta sjónvarpsíþróttahelgi sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2008 14:03 Um helgina ræðst hverjir verða Englandsmeistarar í knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn. Erlendar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn.
Erlendar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn