Fótbolti

Iversen tæpur fyrir Skotaleikinn

Iversen (th) er tæpur fyrir leikinn gegn Skotum
Iversen (th) er tæpur fyrir leikinn gegn Skotum NordicPhotos/GettyImages

Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna, ætlar að taka ákvörðun um það á síðustu stundu á laugardag hvort Steffen Iversen verði í byrjunarliðinu gegn Skotum í Glasgow.

Iversen var besti maður norska liðsins gegn okkur Íslendingum ytra en er meiddur á kálfa og þykir mjög tæpur fyrir leikinn. John Carew, leikmaður Aston Villa, hefur náð sér af sínum meiðslum og verður með gegn Skotum.

"Það yrði gríðarlegt áfall fyrir okkur ef Iversen missti af leiknum, en við vonum að hann geti spilað á laugardaginn," sagði Hareide landsliðsþjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×