Íslenskt rokk vekur athygli 29. október 2008 04:15 Íslenska metal-sveitin Darknote fær góða umfjöllun í næsta hefti þungarokksblaðsins Metal Edge. Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote. „Þetta var svolítið skemmtilegt. Hjá okkur snerist þetta um að koma þessu lagi á diskinn sem átti að fylgja þessu blaði. Eftir að við vorum í tölvupóstssamskiptum við tengiliðinn úti vorum við að frétta að aðilar á blaðinu væru hrifnir af þessu. Það endaði á því að ritstjórinn vildi gera meira í þessu og fjalla eitthvað um plötuna," segir Jón Dal, gítarleikari Darknote. Hann játar að þetta gæti opnað dyr fyrir sveitina erlendis og vonar það besta. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist, við höfum ekki mikla reynslu af þessu. Þetta er fyrsta stóra „mómentið" okkar erlendis en það væri gaman ef einhverjir hafa samband og að við fáum að spila eitthvað úti. Það er gott að koma nafninu á framfæri og tónlistinni í umferð. Við vonum það besta og bíðum spenntir," segir hann. Plata Darknote, sem mun heita Walk Into Your Nightmare, er í vinnslu og kemur líklega út á næsta ári. Sveitin er um þessar mundir að leita að nýjum gítarleikara og bendir áhugasömum á að skoða síðuna Myspace.com/darknotemetal og hafa samband. freyr@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote. „Þetta var svolítið skemmtilegt. Hjá okkur snerist þetta um að koma þessu lagi á diskinn sem átti að fylgja þessu blaði. Eftir að við vorum í tölvupóstssamskiptum við tengiliðinn úti vorum við að frétta að aðilar á blaðinu væru hrifnir af þessu. Það endaði á því að ritstjórinn vildi gera meira í þessu og fjalla eitthvað um plötuna," segir Jón Dal, gítarleikari Darknote. Hann játar að þetta gæti opnað dyr fyrir sveitina erlendis og vonar það besta. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist, við höfum ekki mikla reynslu af þessu. Þetta er fyrsta stóra „mómentið" okkar erlendis en það væri gaman ef einhverjir hafa samband og að við fáum að spila eitthvað úti. Það er gott að koma nafninu á framfæri og tónlistinni í umferð. Við vonum það besta og bíðum spenntir," segir hann. Plata Darknote, sem mun heita Walk Into Your Nightmare, er í vinnslu og kemur líklega út á næsta ári. Sveitin er um þessar mundir að leita að nýjum gítarleikara og bendir áhugasömum á að skoða síðuna Myspace.com/darknotemetal og hafa samband. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira