Fótbolti

Gunnleifur: Skemmtileg upplifun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm
Gunnleifur Gunnleifsson spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í sjö ár er Holland vann 2-0 sigur á Íslandi í Rotterdam.

„Mér leið vel í kvöld. Ég var með hnút í maganum eins og fyrir alla knattspyrnuleiki en þetta var skemmtileg upplifun," sagði Gunnleifur í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Mér fannst þeir ekki gera mikið í dag og við hefðum alveg getað nýtt eitthvað af þessum færum sem við fengum. Ef einhverntímann var tækifæri til að ná úrslitum gegn Hollandi var það í dag. Við vorum smeykir í fyrri hálfleik en reyndum að laga það í þeim síðari. En þá skora þeir aftur og klára þetta bara."

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel og hefðum átt að halda dampinum betur en það er erfitt gegn svona sterkum anstæðingi," sagði Gunnleifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×