Innlent

Flugvöllur í Vatnsmýri til langrar framtíðar

Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýri til langrar framtíðar, segir Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri. Hann segir stefnuskrá nýja meirihlutans vera sjötíu prósent F-lista plagg.

Reykjavíkurflugvöllur er efsta málið í málefnaskrá nýja meirihlutans og þegar oddviti F-listans er spurður hvað málefni sprengdu síðasta meirihluta vó flugvallarmálið þungt.

En þýðir þetta að Reykjavíkurflugvöllur verður festur í sessi? Því svarar Ólafur F. játandi í hádegisviðtalinu á Stöð 2 og kveðst ekki sjá fyrir sér flugvöll á Hólmsheiði.

Hann er stoltur af því sem F-listinn náði fram og segir stefnuskrá nýja meirihlutans vera sjötíu prósent F-lista plagg.

Ólafur yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma meðal annars vegna ágreinings um Kárahnjúkavirkjun. Spurður um virkjanauppbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og orkusölusamninga til stóriðju segist hann ætla að beita sér fyrir því að hægt verði á þeim áformum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×