Enski boltinn

Hughes nýtur stuðnings eiganda City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes, knattspyrnustjóri City.
Mark Hughes, knattspyrnustjóri City. Nordic Photos / Getty Images

Eigandi Manchester City segir að Mark Hughes knattspyrnustjóri njóti hans fyllsta stuðnings en Hughes fundaði með stjórn félagsins í Abu Dhabi í dag.

City hefur ekki gengið sem skyldi á tímabilinu og er með þrettán stig eftir tólf leiki. Hughes hefur verið sagður óöruggur í starfi en Mansour Bin Zayed Al Nahyan segist bera fullt traust til Hughes.

„Mark hefur fullt leyfi til að koma sínum áætlunum í verk er varðar framtíðarhorfur félagsins til langs og skamms tíma," sagði Mansour. „Áætlun hans er mjög sannfærandi."

Fyrr í vikunni gaf félagið út þá tilkynningu að Hughes væri öruggur í starfi sínu en þetta var í fyrsta sinn sem Hughes hitti nýjan eiganda City að máli. Hann tók við City í júní síðastliðinn en Abu Dhabi United Group tók félagið yfir í september.




Tengdar fréttir

Hughes á leið til Abu Dhabi

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, er nú að ferðast til Abu Dhabi til fundar við sjeik Mansour Bin Zayed Al Nahyan, eiganda félagsins. Umræður hafa verið um framtíð Hughes í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×