Enski boltinn

Leikmenn vissu ekki hver Kinnear væri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear.
Joe Kinnear. Nordic Photos / Getty Images

Það kom leikmönnum Newcastle í opna skjöldu er þeim var tilkynnt að Joe Kinnear myndi taka við knattspyrnustjórn liðsins, þó um tímabundna ráðningu væri að ræða.

Erlendu leikmenn félagsins og þeir yngstu vissu ekki hver Joe Kinnear væri og aðrir fóru einfaldlega að hlægja.

„Þeir trúðu einfaldlega ekki að Newcastle hafi þurft að leita til þessa manns. En það segir margt um stöðu félagsins," sagði heimildamaður The Sun.

Kinnear var áður stjóri Wimbledon, Luton og Notthingham Forest.

Shay Given sagði að hann væri ekki ánægður með ástandið. „Félagið er enn til sölu og við erum ekki enn komnir með fastráðinn knattspyrnustjóra. Ég er því ekki ánægður. Ég þekki ekki Kinnear. Ég hef heilsað honum en lengra hefur það ekki náð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×