Enski boltinn

Ferguson gefur til kynna að Giggs verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United.
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur gefið til kynna að Ryan Giggs kunni að verða boðinn nýr samningur hjá félaginu.

Enginn leikmaður í sögu félagsins á fleiri leiki að baki en Giggs sem hefur unnið tíu meistaratitla með United. Hann er einnig sá leikmaður sem hefur notið mestrar velgengni í sögu félagsins.

Giggs er 34 ára gamall og Ferguson telur að hann hafi enn ýmislegt fram að færa. „Við viljum halda honum ferskum og vera vissir um að hann hafi enn áhuga því ég vil að hann haldi áfram," sagði Ferguson.

„Hann er frábær manneskja og gæti auðveldlega spilað í eitt ár til viðbótar," bætti hann við en núverandi samningur Giggs rennur út í lok leiktíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×