Andfélagslegur og kynlaus 30. október 2008 04:00 Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út. „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa," segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó" hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér," segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega." Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa," segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó" hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér," segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega." Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira