Enski boltinn

Benitez hefur mestar áhyggjur af Keane

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur mestar áhyggjur af Robbie Keane af þeim þremur leikmönnum sem fóru meiddir af velli gegn Atletico Madrid í gær.

Auk Keane gátu Steven Gerrard og Xabi Alonso ekki klárað leikinn sem lauk með 1-1 jafntefli.

„Við þurfum að skoða Keane betur en ég held ekki að meiðslin séu alvarleg. Þetta voru meiðsli í vöðva," sagði Benitez. „Það er í lagi með Gerrard og Alonso fékk högg á hnéð."

Liverpool mætir Chelsea á sunnudaginn og vonast Benitez til að þeir verði allir orðnir heilir fyrir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×