Erlent

Stuðningur Demókrata við Barak Obama fer dvínandi

Stuðningur Demókrata við Barak Obama fer dvínandi um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnum sem birt er í New York Times í dag.

Samkvæmt henni er fylgi Obama nú 46% á meðan Hillary Clinton er með 43% fylgi en þessi munur er innan skekkjumarka. Að sögn New York Times hefur fylgið við Obama einkum minnkað meðal karlmanna og þeirra sem hafa meir en meðaltekjur í laun.

Í febrúar sýndi svipuð könnun að fylgi Obama var 54% á móti 38% hjá Hillary.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×