Fræbbblarnir þrjátíu ára 25. nóvember 2008 06:00 Fræbbblarnir pönka í árdaga. Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK," segir Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg samkoma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auðvitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn." Fræbbblarnir spiluðu tvö Sex Pistols-lög og „Police & Thieves" með The Clash. Síðar skrifaði Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari í Sögu MK: „Hávaðinn var ærandi og hljóðfærin voru barin án miskunnar. Söngurinn var sem öskur úr ungum bola og söngstíllinn harður, allt að því ógnandi og framkoma sveitarinnar öll hin fáránlegasta." „Það voru samt einhverjir í salnum sem höfðu gaman af þessu og meira að segja mamma eins vinar okkar, man ég," segir Valli. Fræbbblarnir starfa enn og 87 lög liggja eftir sveitina á plötum. „Við ætlum að þrjóskast við og gera allavega eina plötu í viðbót. Hún kemur líklega út á næsta ári og vinnuheitið er Puttinn. Textarnir voru upphaflega hugsaðir sem minningargreinar um drullusokka, bæði raunverulega og skáldaða, en ég veit ekki hvort ég held það þema út á heilli plötu." Fræbbblarnir spila á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið, aðallega nýtt efni, en nokkra klassíkera í bland. Aðgangur er ókeypis. Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í dag er stór dagur fyrir íslenska pönkáhugamenn því þrjátíu ár eru liðin síðan Fræbbblarnir komu fram í fyrsta skipti. „Þetta var í Kópavogsbíói á Myrkramessu MK," segir Valgarður Guðjónsson, Valli í Fræbbblunum. „Það var menningarleg samkoma, ræður, ljóðalestur og kórinn söng. Við vorum auðvitað alveg út úr kú. Þurftum að hafa mikið fyrir því að fá að spila því skemmtinefndin reyndi með öllum tiltækum ráðum að útiloka okkur. Sem betur fer áttum við hauk í horni sem kom okkur inn." Fræbbblarnir spiluðu tvö Sex Pistols-lög og „Police & Thieves" með The Clash. Síðar skrifaði Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari í Sögu MK: „Hávaðinn var ærandi og hljóðfærin voru barin án miskunnar. Söngurinn var sem öskur úr ungum bola og söngstíllinn harður, allt að því ógnandi og framkoma sveitarinnar öll hin fáránlegasta." „Það voru samt einhverjir í salnum sem höfðu gaman af þessu og meira að segja mamma eins vinar okkar, man ég," segir Valli. Fræbbblarnir starfa enn og 87 lög liggja eftir sveitina á plötum. „Við ætlum að þrjóskast við og gera allavega eina plötu í viðbót. Hún kemur líklega út á næsta ári og vinnuheitið er Puttinn. Textarnir voru upphaflega hugsaðir sem minningargreinar um drullusokka, bæði raunverulega og skáldaða, en ég veit ekki hvort ég held það þema út á heilli plötu." Fræbbblarnir spila á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið, aðallega nýtt efni, en nokkra klassíkera í bland. Aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“