Fótbolti

Ein breyting á byrjunarliði Ólafs

Ólafur Jóhannesson
Ólafur Jóhannesson Mynd/Martin Sylvest

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Makedóníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli klukkan 18 í dag.

Aðeins ein breyting hefur verið gerð á liðinu frá því í leiknum við Hollendinga ytra á laugardaginn. Grétar Rafn Steinsson kemur aftur inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Ragnars Sigurðssonar.

Byrjunarlið Íslands:

Gunnleifur Gunnleifsson, Indriði Sigurðsson, Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, Birkir Már Sævarsson, Stefán Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Veigar Páll Gunnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×