Innlent

Leikjatölvuþjófur gaf sig fram

MYND/KK

Ungi maðurinn sem lögreglan á Akureyri leitaði að vegna gruns um þjófnað úr verslun Hagkaupa á Akureyri á miðvikudagskvöld hefur gefi sig fram.

Myndir af manninum úr öryggismyndavélum birtust í morgun á netmiðlum en þar sést hann taka tvær Play Station leikjatölvur að verðmæti um 80.000 krónur og lauma sér út um neyðarútgang í versluninni.

Pilturinn sá myndir af sér á netmiðlum og gaf sig fram við lögreglu og játaði brotið. Lögregls segir hins vegar litla von til þess að hann skili tölvunum þar sem hann hafi verið búinn að koma þeim í verð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×