Innlent

Bara einn stútur á Selfossi

MYND/GVA

Lögreglan á Selfossi stöðvaði 130 ökumenn í gærkvöldi til að kanna ástand þeirra og reyndist aðeins einn hafa neytt áfengis umfram leyfileg mörk. Annar mældist undri mörkunum og var gert að hætta akstri en verður ekki kærður.

Svipaðar kannanir hafa verið gerðar hjá mörgum lögregluembættum nú á aðventunni og hefur niðurstaðan allstaðar verið ámóta góð og á Selfossi. Mikið er um vinnustaðateiti á aðventunni og var það plagsiður að menn ækju heim að þeim loknum, en það virðist vera að hverfa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×