Innlent

Kyndill aðstoðar við slökkvilstarf í Skaftárhreppi

Frá brúnni yfir Skaftá við Krikjubæjarklaustur.
Frá brúnni yfir Skaftá við Krikjubæjarklaustur.

Allt tiltækt slökkvilið á Kirkjubæjarklaustri ásamt björgunarsveit úr bænum hafa verið kölluð út til þess að slökkva í mosa sem logar rétti við vegamót þjóðvegar eitt og vegar sem liggur í Skaftártungu.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er eldurinn í Meðallandi í Skaftárhreppi en ekki liggur fyrir hversu mikill hann er. Mikli þurrkar hafa verið á Suðurlandi að undanförnu en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Björgunarsveitin Kyndill frá Kirkjubæjarklaustri er á leið á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×