Innlent

Samningar geti treyst stöðugleikann

Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra gerði kjarasamninga á næsta ári að umtalsefni í áramótaávarpi sínu, sem flutt var á Ríkissjónvarpinu, Stöð 2 og Vísi í kvöld. Hann sagði að kjarasamningarnir fælu í sér mikilvægar ákvarðanir í efnahagsmálum. En hann benti á að ábyrgt fólk væri í forystusveitum launamanna og atvinnurekenda sem hefðu skilning á því að samningar þyrftu að byggja á því að treysta stöðugleika.

Forsætisráðherra minntist þess einnig að Ísland hefði náð forystu á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna á árinu sem er að líða. Hins vegar hefði niðurstöður Pisa rannsóknarinnar á árangri íslenskra skólabarna ekki verið eins góður. Það væri hvatning til þess að gera betur.

Þá minntist Geir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar. Geir sagði að Bjarni hefði verið bæði fræðimaður, framkvæmdamaður og stjórnmálamaður. Bjarni á 100 ára fæðingarafmæli á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×