Innlent

Engar áramótabrennur í kvöld

Rétt í þessu var tekin ákvörðun um að engar brennur verða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld vegna veðurs.

Fyrirhugaðar voru sautján brennur víða um höfuðborgina en þeim hefur öllum verið frestað til morguns en frekari ákvörðun um það verður tekin í fyrramálið klukkan 11:00.

Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við slökkvilið og brennuhaldara sem tóku þessa ákvörðun.

Einnig hefur áramótabrennu sem átti að vera í Stykkishólmi í kvöld verið frestað fram á þrettándann vegna veðurs.

Hveragerði og Grindavík hafa bæst í hópinn en þar verða engar brennur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×