Enski boltinn

Heskey frá í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gert að meiðslum Heskey í gær.
Gert að meiðslum Heskey í gær. Nordic Photos / Getty Images

Emile Heskey verður frá næstu vikurnar eftir að hann meiddist á ökkla í 5-3 sigri Wigan á Blackburn í gær.

Heskey var nýbúinn að jafna sig eftir aðgerð sem hann gekkst undir á fæti var borinn af velli skömmu fyrir leikhlé í gær.

Steve Bruce, stjóri Wigan, bjóst ekki við því að Heskey yrði aftur með á næstunni.

„Hann er á hækjum eins og er og við getum bara vonað að þetta sé ekki of slæmt. Það vita allir hér hversu mikilvægur hann er liðinu okkar," sagði Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×