Fótbolti

AC Milan heimsmeistari félagsliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessir menn, Kaka og Inzaghi, skoruðu þrjú mörk í leiknum.
Þessir menn, Kaka og Inzaghi, skoruðu þrjú mörk í leiknum. Nordic Photos / AFP

Evrópumeistarar AC Milan bættu í dag við heimsmeistaratitlinum í safnið sitt eftir sigur á Boca Juniors í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan.

Filippo Inzaghi skoraði tvö marka AC Milan í leiknum og þeir Kaka og Alessandro Nesta bættu við hinum.

Rodrigo Palacio jafnaði metin í stöðunni 1-1 fyrir Boca Juniors en AC Milan skoraði þrívegis á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Massimo Ambrosini varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum - þeir Kakha Kaladze hjá AC Milan og Pablo Ledesma hjá Boca Juniors.

Heimamennirnir í Urawa Red Diamons urðu í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Etoile Sportive du Sahel frá Túnis í vítaspyrnukeppni. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×