Ljúka nýrri plötu á árinu 13. janúar 2007 13:00 Hljómsveitin Sigur Rós er að vinna í nýrri plötu sem mun fylgja á eftir hinni vinsælu Takk. fréttablaðið/anton Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. Að sögn bassaleikarans Georgs Holm er afar líklegt að platan klárist á þessu ári. Veltur það síðan á plötufyrirtæki sveitarinnar erlendis hvort hún komi út á árinu. Georg segir að það muni koma í ljós hvort einhverjar stefnubreytingar verði á plötunni. „Við erum búnir að klára nokkur lög en það er meira eftir að gera. Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig hún endar. Við erum bara að gera tilraunir eins og er. Sum af þessum lögum eru líka gömul lög sem við sömdum fyrir svolitlu síðan. Efni sem var aldrei klárað og hefur því aldrei verið gefið út. Við ákváðum að það væri tími til kominn að klára það," segir hann. Sigur Rós mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að vinna í plötunni og tónleikamynd sinni sem var tekin upp hérlendis á síðasta ári mun sveitin spila á fjáröflunartónleikum til styrktar Tíbet þann 26. febrúar í Carnegie Hall í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á þessum þekkta tónleikastað. Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi á síðasta ári, og tónskáldið heimsþekkta Philip Glass munu einnig koma fram. Daginn fyrir tónleikana mun Sigur Rós flytja tónlist sína við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, í Miami. „Þetta er árlegur viðburður sem Glass er að sjá um. Hann hafði samband við okkur og vildi fá okkur til að koma. Við verðum úti í Bandaríkjunum á þessum tíma þannig að við ákváðum að skella okkur," segir Georg. „Við viljum styrkja og styðja við bakið á þessum málstað. Okkur hefur áður verið boðið að koma og spila en aldrei séð okkur fært að mæta." Sigur Rós mun aðeins spila eitt lag á tónleikunum og segir Georg líklegast að Heysátan, lokalag síðustu plötu sveitarinnar, Takk, verði fyrir valinu. „Við verðum ekki þarna úti til að spila á okkar eigin tónleikum og þess vegna verðum við með voða lítið af græjum. Það eru fá lög sem við getum spilað án þess að vera með þrjú tonn af hljóðfærum, þannig að það verður að vera Heysátan," segir hann. Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. Að sögn bassaleikarans Georgs Holm er afar líklegt að platan klárist á þessu ári. Veltur það síðan á plötufyrirtæki sveitarinnar erlendis hvort hún komi út á árinu. Georg segir að það muni koma í ljós hvort einhverjar stefnubreytingar verði á plötunni. „Við erum búnir að klára nokkur lög en það er meira eftir að gera. Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig hún endar. Við erum bara að gera tilraunir eins og er. Sum af þessum lögum eru líka gömul lög sem við sömdum fyrir svolitlu síðan. Efni sem var aldrei klárað og hefur því aldrei verið gefið út. Við ákváðum að það væri tími til kominn að klára það," segir hann. Sigur Rós mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að vinna í plötunni og tónleikamynd sinni sem var tekin upp hérlendis á síðasta ári mun sveitin spila á fjáröflunartónleikum til styrktar Tíbet þann 26. febrúar í Carnegie Hall í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á þessum þekkta tónleikastað. Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi á síðasta ári, og tónskáldið heimsþekkta Philip Glass munu einnig koma fram. Daginn fyrir tónleikana mun Sigur Rós flytja tónlist sína við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, í Miami. „Þetta er árlegur viðburður sem Glass er að sjá um. Hann hafði samband við okkur og vildi fá okkur til að koma. Við verðum úti í Bandaríkjunum á þessum tíma þannig að við ákváðum að skella okkur," segir Georg. „Við viljum styrkja og styðja við bakið á þessum málstað. Okkur hefur áður verið boðið að koma og spila en aldrei séð okkur fært að mæta." Sigur Rós mun aðeins spila eitt lag á tónleikunum og segir Georg líklegast að Heysátan, lokalag síðustu plötu sveitarinnar, Takk, verði fyrir valinu. „Við verðum ekki þarna úti til að spila á okkar eigin tónleikum og þess vegna verðum við með voða lítið af græjum. Það eru fá lög sem við getum spilað án þess að vera með þrjú tonn af hljóðfærum, þannig að það verður að vera Heysátan," segir hann.
Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira