Enski boltinn

Wenger ætlar að halda sig við sama hóp

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahóp sínum fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum á sunnudaginn, en þangað er liðið komið þrátt fyrir að spila mikið á minni spámönnum alla keppnina. Það kom ekki að sök í undanúrslitunum þar sem margar af varaskeifum liðsins unnu sannfærandi sigur á Liverpool.

"Ég trúi því að þetta sama lið muni leggja Chelsea að velli á sunnudaginn og eftir það verður litið á þá eins og hverja aðra leikmenn í aðalliðinu. Þessir leikmenn hafa lagt hart að sér og eru heldur betur búnir að sanna tilverurétt sinn í liðinu. Ég hef verið spurður að því í hverri umferð hvort ég ætli að tefla fram sama liði og leikmenn mínir hafa sjálfir svarað þeim spurningum með frammistöðu sinni á vellinum," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×