Innlent

Rafmagnsleysi á Vesturlandi

Höfuðstöðvar Rarik.
Höfuðstöðvar Rarik.

Rafmagnslaust varð á Vesturlandi fyrri hluta dags þegar rafmagn fór af Mýralínu í morgun. Vinnuflokkur Rarik frá Borgarnesi fann bilunina fljótlega og lagfærði við erfiðar aðstæður. Rafmagn á nú að vera komið á alla notendur í Borgarfirði og Mýrum. Unnið er að því að koma rafmagni á nokkra bæi undir við Hafnarfjall, en þar hefur verið rafmagnslaust síðan í nótt. Mjög hvasst hefur verið undir Hafnarfjalli og ómögulegt að athafna sig fyrr vegna mikillar veðurhæðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×