Innlent

Bátur að sökkva í Reykjavíkurhöfn

Sjórinn er þungbúinn þessa stundina.
Sjórinn er þungbúinn þessa stundina.

Lítill trébátur seig á hliðina í höfninni við Granda um þrjúleytið þegar leiki kom að bátnum. Að sögn slökkviliðsins er ekki vitað á þessari stundu hversu mikið báturinn er skemmdur.

Slökkviliðsmenn segja að sér berist talsvert fleiri útköll nú en í óveðrum fyrr í mánuðinum. Þetta sé fyrst og fremst vegna þess hve mikill snjór hafi verið á götunum sem sé nú að bráðna. Niðurföll hafa stíflast á mörgum stöðum í borginni og veldur það flóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×