Fótbolti

Sigurmark Grétars í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel

Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark leiks AZ og Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í dag og tryggði þar með AZ sigur.

Grétar skoraði markið á 71. mínútu leiksins. Með sigrinum komst AZ í níundansæti deildarinnar með 25 stig en liðið á reyndar tvo leiki til góða á flest lið í deildinni.

Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir De Graafschap sem tapaði á útivelli fyrir FC Twente, 2-0.

Arnar Þór er reyndar samningsbundinn FC Twente en var lánaður til De Graafschap nú fyrir tímabilið.

De Graafschap er í tólfta sæti deildarinnar með 22 stig en Twente í því fimmta.

PSV og Feyenoord eru í efstu tveimur sætunum með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×