Innlent

Dæmdur fyrir að gefa manni á baukinn

Héraðsdómur Norðurlands - eystra dæmdi í dag karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla mann í andlitið á veitingastaðnum Gamla Bauk á Húsavík, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi nefbrotnaði. Árásarmaðurinn viðurkenndi brot sitt og þótti játning hans nægjanleg sönnun til að byggja á.

Árásin átti sér stað aðfararnótt 22.desember og féll dómur í málinu í dag 28.desember. Það þýðir að innan við viku tók að fá niðurstöðu í málið. Það er greinilegt að þeir fyrir norðan eru ekki að slappa af yfir jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×